Takk, stelpur Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. júlí 2013 16:15 Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun