Víkingum gengur áfram ekkert að landa sigri í Víkinni en liðið tapaði stigum á móti Tindastól í 9. umferð 1. deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar gátu minnkað forskot Grindvíkinga á topppnum í eitt stig með sigri því Grindvíkingar náðu á sama tíma aðeins í eitt stig á móti Fjölni í Grafarvogi.
Víkingar eru í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði Grindavíkur, en Víkingum hefur ekki enn tekist að vinna heimaleik í sumar. Víkingar hafa bara náð í 3 stig á heimavelli en hafa landað þrettán stigum í útileikjunum.
Aron Elís Þrándarson kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik en Elvar Páll Sigurðsson tryggði Stólunum jafntefli og dýrmætt stig í fallbaráttunni.
KA-menn unnu botnlið Völsunga og komust upp í áttunda sæti deildarinnar.
Upplýsingar um markaskorarar eru fengnar af úrslit.net.
Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:
Víkingur - Tindastóll 1-1
1-0 Aron Elís Þrándarson (34.), 1-1 Elvar Páll Sigurðsson (61.)
Fjölnir - Grindavík 0-0
KA - Völsungur 2-0
1-0 Gunnar Valur Gunnarsson (49.), 2-0 Carsten Faarbech Pedersen (75.)
Áfram vandræðagangur á Víkingum í Víkinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti