Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 2-3 | Ótrúleg endurkoma Stjörnumanna Stefán Hirst Friðriksson skrifar 7. júlí 2013 18:30 Mynd / ERNIR Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira