Öll lið úr Pepsi-deild kvenna nema Afturelding og Selfoss komust áfram í fjórðungsúrslit Borgunarbikars kvenna. Sex leikir fóru fram í 16-liða úrslitum í kvöld.
Úrslitin í leikjum kvöldsins voru flest eftir bókinni en mesta spennan var í leik Selfoss og Vals sem þurfti að framlengja eftir markalausar 90 mínútur. Hlíf Hauksdóttir tryggði svo Val sigur í framlengingunni.
Stjarnan, Breiðablik, Þróttur, HK/Víkingur og Fylkir unnu þar að auki leiki sína í kvöld en fyrir voru ÍBV og Þór/KA búin að tryggja sig áfram. Dregið verður í fjórðungsúrslitin á morgun.
Úrslit kvöldsins, frá úrslit net:
ÍA - HK/Víkingur 0-2
Haukar - Þróttur 0-2
Fjölnir - Breiðablik 0-1
Afturelding - Stjarnan 0-5
Fylkir - Tindastóll 4-1
Selfoss - Valur 0-1
Valur vann í framlengingu
