Ísland missti Kýpverja upp fyrir sig í baráttunni um flest gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Heimamenn unnu flest gullverðlaun.
Ísland fékk alls 28 gullverðlaun og er það aukning um átta gull frá leikunum í Liechtenstein fyrir tveimur árum síðan. Ísland fékk 29 silfur og 30 brons.
Lúxemborg vann til alls 36 gullverðlauna á leikunum í ár auk þess að fá 40 silfurverðlaun og 31 brons. Kýpur fékk 29 gull, sautján silfur og 24 brons.
Keppt var í ellefu greinum og þátttökuþjóðirnar voru níu. Allar unnu til verðlauna á leikunum sem fara næst fram í Reykjavík eftir tvö ár.
Ísland endaði með 28 gullverðlaun
