Vegna skyndilegs fráfalls Hermanns Gunnarssonar eða Hemma Gunn verður sérstök minningarathöfn fyrir hvern leik í næstu umferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram í kvöld og á morgun.
Leikmenn liðanna munu allir koma til með að bera sorgarbönd á hægri hönd ásamt því að klappað verður í eina mínútu fyrir leik til heiðurs Hermanns.
Sama athöfn átti sér stað fyrir landsleik Íslendinga og Slóvena sem fór fram á föstudagskvöld.
Hemmi Gunn heiðraður fyrir leiki Pepsi-deildarinnar
