Kristján Steinn Magnússon skoraði þrennu í gær þegar Dalvík/Reynir vann 4-0 sigur á Sindra í 2. deild karla í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir er með fullt hús eftir þrjár umferðir.
Kristján Steinn skoraði mörkin sín á 8., 40. og 60. mínútu leiksins en
Sigmar Bjarni Sigurðsson innsiglaði sigurinn á 85. mínútu. Fyrsta mark Kristján var úr vítaspyrnu.
Þetta var önnur þrenna Kristjáns í fyrstu þremur umferðunum því hann skoraði einnig þrennu í 3-1 sigri á Reynir Sandgerði í fyrstu umferðinni.
Kristján hefur þar með skorað sex mörk í fyrstu þremur leikjum sínum en auk þess skoraði hann í báðum bikarleikjum sameiginlegs liðs Dalvíkur og Reynis.
Kristján Steinn Magnússon er á 23 aldursári en hann er uppalinn í Þóra á Akureyri en lék með Magna í 3. deildinni á síðasta tímabili.
Kristján Steinn með tvær þrennur í fyrstu þremur umferðunum
