Skatturinn á eftir íþróttafélögum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2013 12:30 Úr viðureign Þróttar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Anton Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Sjá meira