Ekki missa af gömlu myndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 09:00 Heiðar Helguson og Oliver Kahn fóru í störukeppni á Laugardalsvelli haustið 2003. Mynd/Þorvaldur Ö. Kristmundsson Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis. Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis.
Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira