Ísland á EM eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Laugardalshöll skrifar 7. apríl 2013 15:15 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Sjá meira