Fundaði með danska forsætisráðherranum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 17:59 Mynd/Anna Marín Schram Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram Kosningar 2013 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram
Kosningar 2013 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira