Fundaði með danska forsætisráðherranum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 17:59 Mynd/Anna Marín Schram Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram Kosningar 2013 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram
Kosningar 2013 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira