Víkingur frá Ólafsvík er öruggt með efsta sæti 1. riðils Lengjubikars karla, þar sem að Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í kvöld.
Fylkir var sex stigum á eftir Víkingum fyrir leikinn í kvöld en átti tvo leiki til góða. Fylkir er nú með þrettán stig í þriðja sæti riðilsins en getur skotist upp fyrir FH í annað sætið með sigri á BÍ/Bolungarvík á laugardaginn.
Víkingur Ó, FH og Fylkir eru þó öll örugg áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.
ÍBV komst í 2-0 forystu í kvöld með mörkum þeirra Aaron Spear og Gunnars Más Guðmundssonar. Davíð Þór Ásbjörnsson minnkaði muninn strax í fyrri hálfleik og Agnar Bragi Magnússon skoraði jöfnunarmarkið um miðjan seinni hálfleikinn.
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
Fylkir og ÍBV skildu jöfn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti