Margrét Högnadóttir og Sara Högnadóttir eru komnar í 16 liða úrslit í tvíliðaleik í Evrópukeppni U19 ára landsliða í badminton sem fer fram þessa dagana í Ankara í Tyrklandi.
Margrét og Sara mættu Julia Ahlstrand og Elin Svensson frá Svíþjóð í annarri umferð og unnu þær örugglega 21-17 og 21-15. Þær mæta í dag Busner Korkmaz og Ozge Toyran frá Tyrklandi en þeim er raðað númer fimm inn í tvenndarleikinn.
Í gær morgun mættu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir Zinukhov Andriy og Gushcha Viktoiya frá Úkraínu í tvenndarleik og töpuðu 21-14 og 21-15.
