Klappstýran Ashlee Arnau, nemi við William Carey-háskólann í Bandaríkjunum, skoraði eina flottustu körfu sem sést hefur lengi.
Körfuna skoraði hún í hálfleik í leik hjá körfuboltaliði skólans. Voru það klárlega flottustu tilþrif kvöldsins.
"Ég æfi þetta nú ekkert sérstaklega," sagði Arnau hress eftir leikinn.
Tilþrifin má sjá hér að ofan.
