Íslenska 16 ára landsliðið í handbolta vann 32-31 sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Austurbergi í dag en íslensku strákarnir hafa þar með unnið tvo leiki af þremur á móti norska liðinu.
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon hefur verið markahæstur í báðum leikjunum en í dag skoraði hann sjö mörk eins og Egill Magnússon sem spilar með Stjörnunni. Framarinn Arnar Freyr Arnarsson hefur skoraði fjögur mörk í báðum leikjunum.
Einar Guðmundsson þjálfar íslenska liðið og aðstoðarmenn hans eru Sebastian Alexandersson og Stefán Árnason.
Liðin leika þriðja og síðasta leikinn sinn í Austurbergi klukkan tólf á morgun en ÍR-ingar sjá um umgjörðina á þessum þremur leikjum.
Ísland - Noregur 32-32 (16-17)
Mörk Íslands: Egill Magnússon 7, Ómar Ingi Magnússon 7, Arnar Freyr Arnarsson 4, Dagur Arnarsson 3, Henrik Bjarnason 3, Hlynur Bjarnason 3, Leonharð Harðarson 2, Birkir Benediktsson 1, Ragnar Þór Kjartansson 1, Sævar Ingi Eiðsson 1.
Fyrsti leikurinn í gær:
Ísland - Noregur 35-32 (18-12)
Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 8, Arnar Freyr Arnarson 4, Ragnar Þór Kjartansson 4, Hlynur Bjarnason 4, Birkir Benediktsson 3, Dagur Arnarsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Egill Magnússon 2, Hjalti Már Hjaltason 2, Leonharð Magnússon 1 og Sigtryggur Rúnarsson 1.
Strákarnir unnu Norðmenn aftur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn

Fleiri fréttir
