Jafn aðgangur að miðunum Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson og Þórhildur Hagalín skrifar 22. desember 2012 06:00 Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun