Að dæma fólk í örbirgð Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun