Ungbörn í ótilgreindri stöðu Sævar Finnbogason skrifar 20. desember 2012 06:00 Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun