Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 20. desember 2012 06:00 Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni?
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun