Kelly Osbourne viðurkennir að fólki þyki háralitur hennar ekki fallegur. Sjónvarpsstjarnan hefur litað hárið á sér í sérstökum fjólugráum lit í nokkurn tíma.
„Ég litaði hárið á mér í gráum lit því mér þótti það flott og það fór í taugarnar á ansi mörgum. Í dag fæ ég sendar hátt í tuttugu myndir á dag af stúlkum sem hafa litað hárið á sér í sama lit. Mér þykir leitt ef fólki er enn illa við litinn, en þið eruð með húsmæðrahár," sagði Osbourne í nýlegu viðtali við Glamour.
Fólk ekki hrifið af litnum

Mest lesið




Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf