Býr til myndir úr hljóðum og texta fridrikab@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Öðruvísi vinna Hrafnhildur segir töluverðan mun á því að skrifa leikrit fyrir útvarp og fyrir svið.Fréttabaðið/Valli Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13. Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13.
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira