Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. desember 2012 07:30 Hörður Gunnarsson, formaður Vals. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira