Sérstakur saksóknari slær skjaldborg um bankana Ólafur Hauksson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar