Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun