Að vera fastur í fjalli 23. nóvember 2012 06:00 Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun