Óttast ekki reiði kirkjunnar manna tinnaros@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 10:00 Ekkert á móti kristni Hugleikur segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú þó hann sé að gera örlítið grín að henni í nýju bókinni. Hann er þó á móti fólki sem misnotar trúarbrögð, hvaða trúarbrögð sem er.fréttablaðið/anton „Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum. Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum.
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira