Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni.
Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun