Hvenær á að byrja í leikskóla? Oddný Sturludóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun