Menntakerfi fyrir nemendur 15. nóvember 2012 06:00 Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Samanburður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára eingöngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum. Íslendingar eiga jafnframt þann vafasama heiður að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er hér mun meira en í Evrópu. Brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi er nærri 30% en meðaltal ESB-ríkja er um 13%. Heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla er óvenju langur á Íslandi, eða 14 ár samanborið við 12-13 ár í samanburðarlöndum. Þá er vægi bóknáms á kostnað verk- og tæknináms óvenju mikið í íslensku menntakerfi og ljóst að margir nemendur fara ekki í nám við hæfi.Samþætting menntunar og atvinnu Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhaldsskóla og háskóla, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa nemendahreyfinga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntunar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms.Skilvirkari menntastefna Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í framhaldsskólum.Stytting og betri nýting námstíma Mikilvægt er að nýta betur námstíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í framhaldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjármunir sem sparast við þessa styttingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota.Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám Mikilvægt er að stjórnvöld í samráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brotthvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nemanda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar námsáætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokallaða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum.Í orði en ekki á borði Einstaklingsmiðað nám varð miðlægt í skólastefnu Reykjavíkurborgar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalögunum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntunar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leiðarljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bóknám verður fyrir valinu. Afleiðingin er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára.Aukin virkni nemenda Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða námsgagnaútgáfu með áherslu á margmiðlun og gagnvirkni. Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi eflingu verk- og tæknináms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Samanburður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára eingöngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum. Íslendingar eiga jafnframt þann vafasama heiður að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er hér mun meira en í Evrópu. Brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi er nærri 30% en meðaltal ESB-ríkja er um 13%. Heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla er óvenju langur á Íslandi, eða 14 ár samanborið við 12-13 ár í samanburðarlöndum. Þá er vægi bóknáms á kostnað verk- og tæknináms óvenju mikið í íslensku menntakerfi og ljóst að margir nemendur fara ekki í nám við hæfi.Samþætting menntunar og atvinnu Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhaldsskóla og háskóla, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa nemendahreyfinga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntunar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms.Skilvirkari menntastefna Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í framhaldsskólum.Stytting og betri nýting námstíma Mikilvægt er að nýta betur námstíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í framhaldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjármunir sem sparast við þessa styttingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota.Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám Mikilvægt er að stjórnvöld í samráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brotthvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nemanda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar námsáætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokallaða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum.Í orði en ekki á borði Einstaklingsmiðað nám varð miðlægt í skólastefnu Reykjavíkurborgar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalögunum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntunar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leiðarljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bóknám verður fyrir valinu. Afleiðingin er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára.Aukin virkni nemenda Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða námsgagnaútgáfu með áherslu á margmiðlun og gagnvirkni. Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi eflingu verk- og tæknináms.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar