Græna hagkerfið á góðri leið Skúli Helgason skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar