Gengið í Gálgahrauni – sameiginlegri auðlind okkar 27. október 2012 06:00 Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Óspillt náttúran er ein mesta auðlind okkar Íslendinga. Árið 2011 voru tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum 111 milljarðar króna. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst náttúran sem laðaði þá til landsins. Til samanburðar var arður af sjávarútvegi 154 milljarðar króna. Það er því ljóst að náttúra landsins er stórkostleg auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. greiddi mikill meirihluti atkvæði með því að auðlindir landsmanna sem ekki væru í einkaeigu skyldu teljast sameign þjóðarinnar. Gálgahraun á Álftanesi er einstök perla á náttúruminjaskrá og því ótvírætt sameiginleg auðlind okkar allra. Í ljósi þessa er það siðlaust að Garðabær fénýti hraunið með því að leggja tvo vegi yfir það og skipuleggja þar íbúðabyggð, bæjarfélaginu til framdráttar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ eiga undir högg að sækja vegna græðgi sinnar en reyna með klækjum og röngum fullyrðingum að vinna almenningsálitið á sitt band. Þau láta sem 10 ára umhverfismat vegarins sé ekki runnið úr gildi og fullyrða að Kjarvalsklettarnir svokölluðu verði ekki eyðilagðir þótt þeir muni standa eins og framandi furðusmíð á umferðareyju, slitnir úr öllu samhengi við fyrra umhverfi. Öllum ábendingum um endurbætur á núverandi vegi er hafnað með fáránlegum og órökstuddum fullyrðingum um himinháan kostnað. Skotið er skollaeyrum við gjörbreyttri afstöðu almennings til náttúruverndar frá því fyrstu hugmyndir um nýjan Álftanesveg litu dagsins ljós fyrir 30 árum. Allt er gert til þess að villa um fyrir almenningi líkt og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ séu í heilagri krossferð gegn Gálgahrauni. Senn líður að því að vinnuvélar verði ræstar undir Kjarvalsklettum. Áður en að því kemur ætla Hraunavinir að leiða almenning um svæðið. Gengið verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 28. október kl. 14.00 um vegstæðið í gegnum hraunið, rúmlega klukkustundar leið. Jónatan Garðarsson lýsir staðháttum, flutt verða ávörp og Háskólakórinn syngur. Með því að mæta út í hraunið getur þú sýnt þá skoðun í verki að embættismönnum leyfist ekki að eyðileggja óspillta náttúru landsins, sameiginlega auðlind þjóðarinnar, eins og hún sé þeirra einkaeign. Hafi það einhvern tímann verið hægt er sá tími liðinn. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar