Hakka í 24 annasama tíma 26. október 2012 11:00 Skipuleggjendurnir Karl Tryggvason, Andie Nordgren og Johan Uhle standa að baki Music Hack Day á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira