Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar 17. október 2012 12:45 Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun