Evran hefur fallið á prófinu Björn Bjarnason skrifar 1. október 2012 00:01 Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar