Evran hefur fallið á prófinu Björn Bjarnason skrifar 1. október 2012 00:01 Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar