"Látið í ykkur heyra“ Arnfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2012 06:00 Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun