Nýjungagjarnir rokkarar 27. september 2012 10:00 forsprakki Matt Bellamy er forsprakki ensku hljómsveitarinnar Muse.nordicphotos/Getty Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira