Ósammála um tilurð "Já sæll!“-frasans í Vöktunum 26. september 2012 10:00 Já sæll! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira