Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. september 2012 06:00 Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun