Milton Friedman og farvegur peninganna Guðmundur Edgarsson skrifar 1. september 2012 06:00 Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun