Ótrúlega góðhjörtuð sál 31. ágúst 2012 10:00 Fjölskyldan samankomin Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra.Mynd/fríður Eggertsdóttir „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira
„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira