Minni þjónusta Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar