Endurhæfing heyrnarskertra Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun