Græðgi frjálshyggjunnar áfram Kristinn H. Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórnarflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggjuflokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggjuna og nærði græðgina fyrir hrun. Samfylkingin og Vinstri grænir sögðust ætla að úthluta nýtingarréttinum á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma gegn fullu gjaldi. Þeir sögðu báðir að kvótakerfið stæðist ekki jafnræðisreglu samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þeir sögðu báðir að núverandi kvótaúthlutun samræmdist ekki kröfunni um sanngjarnar og réttlátar leikreglur. En nú ætla vinstri flokkarnir að úthluta áfram sömu mönnum 94% af kvótanum. Þeir ætla áfram að úthluta ótímabundið og þeir ætla áfram að afhenda réttinn fyrir brot af því verði sem kvótagreifarnir hafa sjálfir búið til og láta borga sér. Þeir ætla áfram að leyfa þessum fáu kvótahöfum að selja kvótann og hirða allar tekjurnar. Græðgin fær áfram sitt. Árið 2007 var allur kvóti á Flateyri seldur burt. Seljandinn er 9. ríkasti maður landsins skv. tekjublaði Frjálsrar verslunar. Það verður áfram þannig að sjómenn og landverkafólk ráða engu um það hvað verður um kvótann. Áfram verður allur kvótinn óbundinn sjávarbyggðunum. Áfram verður engin samkeppni um veiðiheimildir og engin aðkoma fyrir nýja aðila á jafnræðisgrundvelli. Áfram verður fiskverð og ráðstöfun aflans einkamál kvótahafans. Áfram verður hægt að veðsetja kvótann og taka út framtíðartekjurnar. Áfram verður hugarfarið drekkum í dag og iðrumst á morgun. Áfram munu fáir græða mikið og margir tapa. Til þess að svikamyllan geti örugglega haldið áfram ætla vinstri flokkarnir í góðri samvinnu við gömlu kvótaflokkana að sjá til þess að þessu verði ekki breytt næstu 20 árin. Áfram verður ranglætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Meirihluti kjósenda veitti ríkisstjórnarflokkunum brautargengi í síðustu Alþingiskosningum til þess að breyta þjóðfélaginu. Vinstri flokkunum var ætlað að koma böndum á græðgina og siðleysið sem nýfrjálshyggjan leysti úr læðingi þar sem fámennur hópur manna sópaði til sín miklum auðævum í skjóli ranglátra laga og leiddi á fáum árum til bankahrunsins. Flokkarnir sögðu kjósendum að eitt allra stærsta umbótamálið væri að umbylta löggjöfinni um sjávarútveginn og lögðu fram skýra stefnu um áform sín. Nú þegar dregur að lokum kjörtímabilsins er orðið ljóst að þeir hafa guggnað. Félagshyggjuflokkarnir virðast á valdi hagsmunaaðila og hugmyndafræðilega gjaldþrota. Þeir boða opinskátt áfram sömu frjálshyggjuna og nærði græðgina fyrir hrun. Samfylkingin og Vinstri grænir sögðust ætla að úthluta nýtingarréttinum á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma gegn fullu gjaldi. Þeir sögðu báðir að kvótakerfið stæðist ekki jafnræðisreglu samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þeir sögðu báðir að núverandi kvótaúthlutun samræmdist ekki kröfunni um sanngjarnar og réttlátar leikreglur. En nú ætla vinstri flokkarnir að úthluta áfram sömu mönnum 94% af kvótanum. Þeir ætla áfram að úthluta ótímabundið og þeir ætla áfram að afhenda réttinn fyrir brot af því verði sem kvótagreifarnir hafa sjálfir búið til og láta borga sér. Þeir ætla áfram að leyfa þessum fáu kvótahöfum að selja kvótann og hirða allar tekjurnar. Græðgin fær áfram sitt. Árið 2007 var allur kvóti á Flateyri seldur burt. Seljandinn er 9. ríkasti maður landsins skv. tekjublaði Frjálsrar verslunar. Það verður áfram þannig að sjómenn og landverkafólk ráða engu um það hvað verður um kvótann. Áfram verður allur kvótinn óbundinn sjávarbyggðunum. Áfram verður engin samkeppni um veiðiheimildir og engin aðkoma fyrir nýja aðila á jafnræðisgrundvelli. Áfram verður fiskverð og ráðstöfun aflans einkamál kvótahafans. Áfram verður hægt að veðsetja kvótann og taka út framtíðartekjurnar. Áfram verður hugarfarið drekkum í dag og iðrumst á morgun. Áfram munu fáir græða mikið og margir tapa. Til þess að svikamyllan geti örugglega haldið áfram ætla vinstri flokkarnir í góðri samvinnu við gömlu kvótaflokkana að sjá til þess að þessu verði ekki breytt næstu 20 árin. Áfram verður ranglætið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun