Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2012 10:15 Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun