Ósnortin landsvæði ein mestu verðmæti sem við eigum Kristín Linda Árnadóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Íkönnun sem gerð var fyrir Ferðamálastofu sögðu um 62% svarenda að náttúran og landið hefði verið kveikjan að þeirri hugmynd að heimsækja Ísland. Um 80% sögðu að náttúran hefði haft áhrif á þá ákvörðun að heimsækja landið. Á Íslandi eru 108 friðlýst svæði og hefur Umhverfisstofnun umsjón með langflestum þeirra. Sum eru friðlýst til að vernda dýralíf eða plöntur, frá fuglum til skordýra, frá blómum til skóga. Önnur eru friðlýst til að tryggja aðgang almennings að ósnortinni náttúru. Sum eru svo viðkvæm, eins og til dæmis Surtsey, að þangað fá aðeins örfáir að fara og sum eru jafnvel alfarið lokuð, þar á meðal viðkvæmir hellar. Í ofangreindri könnun var spurt um vinsælustu svæðin á Íslandi. Af tólf vinsælustu svæðunum eru sjö friðlýst svæði. Það er alveg ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna til landsins eykur mjög á álag á þessum sem og öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi. Haustið 2010 greindi Umhverfisstofnun álag á friðlýstum svæðum og lentu tíu svæði á rauðum lista. Þau voru í verulegri hættu á því að verða fyrir skemmdum sem gætu haft áhrif á verndargildi þeirra. Þá voru önnur tíu svæði á mörkum þess að lenda á rauða listanum. Við þessu var brugðist með auknum fjárveitingum og var 2011 stærsta framkvæmdaár á friðlýstum svæðum í manna minnum. Á þessu ári verða einnig miklar framkvæmdir til að tryggja að svæðin ráði við álag vegna aukins ferðamannastraums. Við vinnum nú að því að endurmeta stöðuna á svæðunum. Mörg friðlýst svæði þola illa ágang. Sum þeirra eru afar viðkvæm og má lítið út af bregða til þess að þar verði óbætanlegt tjón. Í dag eru sex heilsársstarfsmenn hjá Umhverfisstofnun sem sinna öllum þessum friðlýstu svæðum víðs vegar um landið en við erum með átta starfsstöðvar. Þess má geta í framhjáhlaupi að við auglýsum nær öll störf hjá okkur án staðsetningar, nema þau sem fylgja tilteknum friðlýstum svæðum. Yfir sumartímann bætast við landverðir sem vinna í um 190 starfsvikur. Undanfarin ár höfum við unnið með nýja nálgun svæðalandvörslu þar sem landverðir hafa umsjón með nokkrum friðlýstum svæðum á tilteknu landsvæði. Við teljum að það þurfi að fjölga heilsárslandvörðum til þess að uppfylla lágmarksumsjón með öllum friðlýstum svæðum á landinu. Brýnast er að tryggja aukna landvörslu á Friðlandi að Fjallabaki og á Gullfosssvæðinu. Vel hefur gengið undanfarið að friðlýsa ný svæði og voru t.d. sjö ný svæði friðlýst í fyrra og tvö nú þegar á þessu ári og stefnir í að fimm til viðbótar bætist við fyrir áramót. Fjölmörg svæði á þó enn eftir að friðlýsa og ber þar helst að nefna þau sem er að finna á náttúruverndaráætlunum. Friðlýsingar eru samstarfsverkefni og kalla á samvinnu margra aðila, s.s. landeigenda, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka sem og ríkisins. Á undanförnum árum hefur aukist mjög skilningur og áhugi á því að nýta friðlýsingar sem tækifæri til uppbyggingar og styrkingar sveitarfélaga og landsvæða. Friðlýsing er mikil viðurkenning og yfirleitt fylgir henni tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu, útivist og heilsueflingu. Mörg stór verkefni eru þó enn ókláruð í þessum efnum og eins og í öðru er fjármagn mikilvægur þáttur í því hvernig málum miðar. Mest umræða er oft um þau svæði þar sem deilt er um hvort nýta eigi með öðrum hætti eða vernda og þá gleymast önnur svæði sem meiri sátt er um, en skipta ekki síður máli. Þar fyrir utan þurfum við í auknum mæli að horfa til vistkerfa og hver staða þeirra er, sem og líffræðilegrar fjölbreytni. Ein mestu verðmæti sem við eigum eru ósnortin landsvæði en þeim hefur fækkað gríðarlega á jörðinni síðastliðin eitt hundrað ár og fækkar enn. Í því ljósi er mikilvægt að við reynum eftir fremsta megni að skipuleggja nýjar framkvæmdir á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað og forðast í lengstu lög að hrófla við þeim sem eru ósnortin. Athygli vekur að yfir 75% ferðamanna sem spurðir voru í könnun Ferðamálastofu gáfu aðstöðu á friðlýstum svæðum einkunn á bilinu 8-10. Einnig var spurt um almennt ástand á ferðamannastöðum og gáfu tæplega 85% ferðamanna einkunnina á bilinu 8-10. Í ferðaþjónustureikningum 2009-2011 frá Hagstofu Íslands kemur fram að heildarferðaneysla innanlands árið 2009 var rúmlega 184 milljarðar eða sem svarar 12,3% af vergri landsframleiðslu og fer sú tala hækkandi. Það er því ljóst að náttúra landsins skapar í dag umtalsverðar tekjur sem rétt er að renni í að tryggja að hún geti áfram staðið undir því nafni sem íslensk náttúra hefur getið sér um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Íkönnun sem gerð var fyrir Ferðamálastofu sögðu um 62% svarenda að náttúran og landið hefði verið kveikjan að þeirri hugmynd að heimsækja Ísland. Um 80% sögðu að náttúran hefði haft áhrif á þá ákvörðun að heimsækja landið. Á Íslandi eru 108 friðlýst svæði og hefur Umhverfisstofnun umsjón með langflestum þeirra. Sum eru friðlýst til að vernda dýralíf eða plöntur, frá fuglum til skordýra, frá blómum til skóga. Önnur eru friðlýst til að tryggja aðgang almennings að ósnortinni náttúru. Sum eru svo viðkvæm, eins og til dæmis Surtsey, að þangað fá aðeins örfáir að fara og sum eru jafnvel alfarið lokuð, þar á meðal viðkvæmir hellar. Í ofangreindri könnun var spurt um vinsælustu svæðin á Íslandi. Af tólf vinsælustu svæðunum eru sjö friðlýst svæði. Það er alveg ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna til landsins eykur mjög á álag á þessum sem og öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi. Haustið 2010 greindi Umhverfisstofnun álag á friðlýstum svæðum og lentu tíu svæði á rauðum lista. Þau voru í verulegri hættu á því að verða fyrir skemmdum sem gætu haft áhrif á verndargildi þeirra. Þá voru önnur tíu svæði á mörkum þess að lenda á rauða listanum. Við þessu var brugðist með auknum fjárveitingum og var 2011 stærsta framkvæmdaár á friðlýstum svæðum í manna minnum. Á þessu ári verða einnig miklar framkvæmdir til að tryggja að svæðin ráði við álag vegna aukins ferðamannastraums. Við vinnum nú að því að endurmeta stöðuna á svæðunum. Mörg friðlýst svæði þola illa ágang. Sum þeirra eru afar viðkvæm og má lítið út af bregða til þess að þar verði óbætanlegt tjón. Í dag eru sex heilsársstarfsmenn hjá Umhverfisstofnun sem sinna öllum þessum friðlýstu svæðum víðs vegar um landið en við erum með átta starfsstöðvar. Þess má geta í framhjáhlaupi að við auglýsum nær öll störf hjá okkur án staðsetningar, nema þau sem fylgja tilteknum friðlýstum svæðum. Yfir sumartímann bætast við landverðir sem vinna í um 190 starfsvikur. Undanfarin ár höfum við unnið með nýja nálgun svæðalandvörslu þar sem landverðir hafa umsjón með nokkrum friðlýstum svæðum á tilteknu landsvæði. Við teljum að það þurfi að fjölga heilsárslandvörðum til þess að uppfylla lágmarksumsjón með öllum friðlýstum svæðum á landinu. Brýnast er að tryggja aukna landvörslu á Friðlandi að Fjallabaki og á Gullfosssvæðinu. Vel hefur gengið undanfarið að friðlýsa ný svæði og voru t.d. sjö ný svæði friðlýst í fyrra og tvö nú þegar á þessu ári og stefnir í að fimm til viðbótar bætist við fyrir áramót. Fjölmörg svæði á þó enn eftir að friðlýsa og ber þar helst að nefna þau sem er að finna á náttúruverndaráætlunum. Friðlýsingar eru samstarfsverkefni og kalla á samvinnu margra aðila, s.s. landeigenda, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka sem og ríkisins. Á undanförnum árum hefur aukist mjög skilningur og áhugi á því að nýta friðlýsingar sem tækifæri til uppbyggingar og styrkingar sveitarfélaga og landsvæða. Friðlýsing er mikil viðurkenning og yfirleitt fylgir henni tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu, útivist og heilsueflingu. Mörg stór verkefni eru þó enn ókláruð í þessum efnum og eins og í öðru er fjármagn mikilvægur þáttur í því hvernig málum miðar. Mest umræða er oft um þau svæði þar sem deilt er um hvort nýta eigi með öðrum hætti eða vernda og þá gleymast önnur svæði sem meiri sátt er um, en skipta ekki síður máli. Þar fyrir utan þurfum við í auknum mæli að horfa til vistkerfa og hver staða þeirra er, sem og líffræðilegrar fjölbreytni. Ein mestu verðmæti sem við eigum eru ósnortin landsvæði en þeim hefur fækkað gríðarlega á jörðinni síðastliðin eitt hundrað ár og fækkar enn. Í því ljósi er mikilvægt að við reynum eftir fremsta megni að skipuleggja nýjar framkvæmdir á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað og forðast í lengstu lög að hrófla við þeim sem eru ósnortin. Athygli vekur að yfir 75% ferðamanna sem spurðir voru í könnun Ferðamálastofu gáfu aðstöðu á friðlýstum svæðum einkunn á bilinu 8-10. Einnig var spurt um almennt ástand á ferðamannastöðum og gáfu tæplega 85% ferðamanna einkunnina á bilinu 8-10. Í ferðaþjónustureikningum 2009-2011 frá Hagstofu Íslands kemur fram að heildarferðaneysla innanlands árið 2009 var rúmlega 184 milljarðar eða sem svarar 12,3% af vergri landsframleiðslu og fer sú tala hækkandi. Það er því ljóst að náttúra landsins skapar í dag umtalsverðar tekjur sem rétt er að renni í að tryggja að hún geti áfram staðið undir því nafni sem íslensk náttúra hefur getið sér um allan heim.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar