Skarð í múrinn 13. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf?
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar