Forsetinn minn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar