Unga fólkið sem villist af leið Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 10. júlí 2012 06:00 Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu. Ég fór í bíltúr eitt kvöldið og kom við í verslun til þess að kaupa mér nammi. Þegar ég kom út úr versluninni var mér litið á mjög unga stúlku sem var í annarlegu ástandi. Hún ráfaði um í allt öðrum heimi, gubbandi á gangstéttina. Ég var í dálitla stund að átta mig á þessari sjón er ég sá tvo stráka á svipuðum aldri ganga á undan henni en veittu henni og ástandi hennar litla athygli. Ég gekk inn í bílinn minn og hringdi í neyðarlínu og bað um aðstoð fyrir þessa stúlku þar sem ég gat ekki hugsað mér að skilja eina eftir. Þegar ég fór að missa sjónar á henni stökk ég út úr bílnum og hljóp á eftir henni ásamt fleirum sem veittu þessu athygli. Ég furðaði mig á hversu lengi lögreglan var að koma á staðinn svo við reyndum að stöðva stúlkuna og veita henni öryggi og aðstoð þar til laganna verðir kæmu. Strákarnir tveir sem voru með henni voru ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni takinu en við náðum þó að miðla málum og fengum stúlkuna með okkur. Hún romsaði upp úr sér að hún hefði drukkið áfengi en þó var nokkuð augljóst að ástand hennar stafaði af einhverju öðru en einungis því. Við sem aðstoðuðum þessa stúlku furðuðum okkur á biðinni eftir lögreglunni og hafði hálftími liðið frá fyrstu hringingu í 112. Stelpugreyið var undrandi á framkomu okkar. Við reyndum að sjálfsögðu að segja henni að við vildum henni ekkert illt og að við værum að hjálpa. Stuttu seinna stoppaði bíll fyrir framan okkur og ung kona kom út úr honum og kynnti sig sem mömmu stúlkunnar. Vegna þess hve ung sú stúlka var þá höfðum við áhyggjur af því að þetta væri ekki aðstoð til bóta og tókum niður bílnúmer til þess að gefa lögreglu þegar hún kæmi á staðinn sem hún gerði aldrei. Ég hringdi aftur í lögreglu og sagði henni frá því sem hafði gerst og að við værum búin að missa sjónar af þessari stúlku. Lögreglan sagði í símann: „Við getum ekkert gert fyrir þessa stelpu," og hafnaði bílnúmerinu. Lögreglan tjáði mér að þetta væri þekktur einstaklingur og þeir hefðu í raun ekki úrræði fyrir hana. Ég fór heim alveg miður mín og fann sárt til með þessari stúlku og ástandi hennar. Daginn eftir heyrði ég svo í konu sem hafði einnig verið vitni að þessu atviki og sú hafði fundið út nafn hennar. Ég googlaði nafnið og þá komu upp 3 síður á google um hvarf hennar og fund þannig að þetta ástand var ekki einsdæmi. Ég var reið út í lögregluna að bregðast ekki við bón okkar um aðstoð en fór svo að hugsa að ef þetta væri ástand hennar allar helgar þá væri mjög erfitt fyrir lögregluna að sitja um fyrir henni og halda henni. Ástand þeirra krakka sem velja sér þessa leið í lífinu er ekki óþekkt, þessir krakkar eru ekki villingar og gera þetta ekki að gamni sínu. Þessir krakkar hafa mögulega ríka ástæðu fyrir þessu, en þetta er hróp á hjálp sem er ekki verið að veita þeim, þessir krakkar eru ekki að deyfa sig út af engu. Ég hef lesið mikið af skrifum um þennan vanda og ég tel ríkulega þörf á frekari úrræðum fyrir þennan hóp. Ég geri mér grein fyrir því að sumum er erfitt að bjarga. Að lögreglan geri allt sitt besta til þess að veita sjúkum skjól og ummönnun í neyð. En hvað með þá sem er aðeins erfiðara að koma til móts við – á bara að útiloka þá, láta sem þeir séu ekki til af því það er of mikið vandamál. Því meira vandamál, þeim mun meiri hjálp er nauðsynleg hefði ég haldið. Hvað ef þetta hefði verið kvöldið sem hún hefði tekið of stóran skammt og dáið? Eftir þessa reynslu á ég eftir að hugsa mig tvisvar um hvort ég hringi og biðji um aðstoð. Ég vil jú ekki ómaka þá með símtali þó ég telji þess þurfa. Ég veit að lögreglan hefur haft tíma til að sekta í Ártúnsbrekkunni daglega og á Sæbrautinni. Þar sem peninga er að fá virðist lögreglan niðurkomin. En þegar það er líf ungrar konu í annarlegu ástandi þá er það of mikið ómak. Jú, af því hún hefur gert þetta oftar en einu sinni og er þekkt fyrir þessar uppákomur. Ég hvet lögreglu til þess að taka ábendingum þeirra sem hringja alvarlega. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta sé stundað innan lögreglu. Að börn undir áhrifum eiturlyfja og áfengis á almanna færi séu hunsuð vegna þess að þetta eru einstaklingar sem eru það langt komnir að það þýðir ekki að skipta sér af þeim. Er þetta í lagi? Er þetta sú löggæsla sem við höfum tamið okkur? Er þetta Ísland í dag?
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar