Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið 10. júlí 2012 12:00 Hlaupamaður Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka.Fréttablaðið/pjetur „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira